Vill enda ferilinn í Portúgal

David Luiz leikur með Arsenal.
David Luiz leikur með Arsenal. AFP

Brasilíski varnarmaðurinn David Luiz segir í viðtali á heimasíðu portúgalska knattspyrnufélagsins Benfica að hann vilji enda ferilinn hjá félaginu. Luiz lék með liðinu frá 2007 til 2011 áður en hann fór til Chelsea.

Hefur hann síðan þá leikið með PSG og Arsenal og orðið meistari í Frakklandi og Englandi. Þá varð hann Evrópumeistari með Chelsea árið 2012. Skipti hann úr Chelsea í Arsenal fyrir þessa leiktíð, en hann er orðinn 33 ára gamall og á eitt ár eftir af samningi sínum við enska félagið. 

„Ég hef alltaf sagt að ég vilji ljúka ferlinum hjá Benfica. Allt getur breyst í fótbolta og það sem er rétt í dag getur verið rangt á morgun, en tilfinning mín breytist ekki. Ég elska Benfica og mig dreymir um að spila fyrir félagið aftur,“ sagði Luiz. 

mbl.is