Yfirgaf United og sér ekki eftir neinu

Chris Smalling hefur gert góða hluti með Roma.
Chris Smalling hefur gert góða hluti með Roma. AFP

Enski knattspyrnumaðurinn Chris Smalling fór að láni til Roma á Ítalíu frá Manchester United fyrir leiktíðina, en hann hafði verið hjá United síðan hann var keyptur frá Fulham 2010. 

Þegar Harry Maguire var keyptur til United féll Smalling niður goggunarröðina hjá liðinu og ákvað því að lokum að fara til Roma á lánssamning í eitt tímabil, en Smalling hefur leikið 323 leiki fyrir United. 

„Einhverjir Englendingar hafa farið til útlanda að spila, en ekki margir. Það var áskorun sem ég vildi taka. Ég sé ekki eftir neinu. Ég hef gaman af að prófa nýja hluti og fara út fyrir þægindarammann og sýna fólki að allt sé hægt,“ sagði Smalling við The Times. 

Hefur Smalling staðið sig vel í þeim 28 leikjum sem hann hefur spilað með Roma og vill félagið halda honum. Ekki er víst að það takist, sérstaklega vegna þeirra áhrifa sem kórónuveiran hefur haft á fjárhag ítalska félagsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert