Efstu liðin vilja kaupa Norðmanninn

Joshua King var nálægt því að fara aftur til Manchester …
Joshua King var nálægt því að fara aftur til Manchester United. AFP

Fjögur af efstu sex liðum ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eru á höttunum eftir framherjanum Joshua King sem leikur með Bournemouth. Sky Sports segir frá þessu.

Norski landsliðsmaðurinn er markahæsti leikmaður Bournemouth í sögu félagsins í úrvalsdeild en hann hefur skorað 45 mörk í 151 leik. Manchester United bauð 20 milljónir punda í leikmanninn á lokadegi félagsskiptagluggans í janúar en Bournemouth hafnaði tilboðinu.

King verður samningslaus eftir næstu leiktíð og þykir því líklegur til að róa á önnur mið í sumar. Samkvæmt Sky er United enn áhugasamt, en liðið ætlar að bæta við sig framherja. Odion Ighalo kom að láni frá Kína í stað King í janúar en óvíst er hvort Nígeríumaðurinn verði áfram í Manchester. Þá vill Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, bæta við sig markaskorara og sagður hafa áhuga á þeim norska.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert