Líklega á förum frá Man. United

Odion Ighalo gegn Derby í enska bikarnum.
Odion Ighalo gegn Derby í enska bikarnum. AFP

Knattspyrnumaðurinn Odi­on Ig­halo, fram­herj­inn sem er að láni hjá Manchester United, er líklega á förum frá félaginu samkvæmt enskum fjölmiðlum í dag. Ighalo er samningsbundinn kínverska félaginu Shanghai Shenhua sem vill fá hann til baka að lánssamningnum loknum.

Manchester United vill halda hon­um út leiktíðina á Englandi, en óvíst er hvenær tíma­bilið á Englandi hefst á nýjan leik. Samningur hans við United rennur út um helgina eða 30. maí en tímabilinu er ekki lokið vegna kórónuveirufaraldursins.

Samkvæmt heimildum Goal vilja forráðamenn United halda Nígeríumanninum, alla vega þangað til hægt er að ljúka tímabilinu en kínverska félagið vill að hann snúi aftur áður en deildin þar í landi hefst á ný.

mbl.is