23 ára fannst látinn á heimili sínu

Christian Mbulu gekk til liðs við Morecambe í janúar á …
Christian Mbulu gekk til liðs við Morecambe í janúar á þessu ári. Ljósmynd/@EFL

Knattspyrnumaðurinn Christian Mbulu fannst látinn á heimili sínu í dag en það er Sky Sports sem greinir frá þessu. Mbulu var einungis 23 ára gamall þegar hann lést en hann var leikmaður Morecambe í ensku D-deildinni. Samkvæmt Sky Sports er ekki talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti.

Leikmaðurinn lék meðal annars með Millwall, Motherwell og Crewe Alexandra á stuttum leikmannaferli sínum en stjórnarformaður Motherwell sendi meðal annars frá sér tilkynningu í dag vegna andlátsins. „Við erum í áfalli eftir að hafa fengið fréttir af því að Christian Mbulu sé látinn,“ sagði Jim McMahon í samtali við Sky Sports.

„Hann var vinalegur ungur maður sem var alltaf gaman að vera í kringum. Hann lagði sig alltaf allan fram á æfingasvæðinu og hugur okkar er hjá fjölskyldu hans á þessum erfiðu tímum. Við vonumst til þess að þau muni fá sinn tíma til þess að syrgja í bæði ró og næði frá fjölmiðlum,“ bætti stjórnarformaðurinn við.

mbl.is