Guardiola horfir til Þýskalands

Kai Havertz.
Kai Havertz. AFP

Það virðist nær öruggt að Leroy Sané, sókn­ar­maður enska knatt­spyrnu­fé­lags­ins Manchester City, muni ganga til liðs við Þýska­lands­meist­ara Bayern München í sum­ar en nú segja enskir fjölmiðlar frá því að Englandsmeistararnir séu búnir að finna arftaka hans.

Heimildarmenn Daily Mail og Talksport segja City áfram horfa til Þýskalands og vill félagið festa kaup á sóknarmanninum Leon Bailey sem spilar fyrir Leverkusen. Jamaíkumaðurinn er 22 ára gamall en hann hefur skorað 24 mörk í 107 leikjum með Leverkusen og er eftirsóttur af mörgum stórum félögum í Evrópu. Samkvæmt sömu frétt fylgjast meistararnir grannt með miðjumanninum Kai Havertz sem einnig er á mála hjá Leverkusen, engar formlegar viðræður hafa þó átt sér stað milli félaganna en Pep Guardiola er sagður mikill aðdáandi þeirra beggja.

Samkvæmt fréttunum mun City koma út í gróða, en Bayern mun borga 50 milljónir evra fyrir Sané á meðan Bailey mun kosta félagið um 45 milljónir.

Leroy Sané er á förum frá Manchester City.
Leroy Sané er á förum frá Manchester City. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert