Leikmaður í úrvalsdeild viðurkennir smit

Leikmen Bournemouth fagna marki á Anfield.
Leikmen Bournemouth fagna marki á Anfield. AFP

Knattspyrnumaðurinn Aaron Ramsdale, markvörður Bournemouth, er annar þeirrra tveggja úr ensku úrvalsdeildinni sem smituðust af kórónuveirunni um helgina. Ramsdale segir frá þessu í viðtali við The Sun.

Markvörðurinn greindist ekki með veiruna í fyrstu skimun sem allir leikmenn og þjálfarar deildarinnar fóru í í síðustu viku en svo kom upp smit hjá honum í seinni skimun, aðeins þremur dögum síðar. Ramsdale, 22 ára, segist þó hafa passað vel upp á sig þarna á milli.

„Ég hef verið að reyna að átta mig á hvernig ég smitaðist. Það eina sem ég gerði á þessum dögum var þetta venjulega; kaupa í matinn og taka eldsneyti á bílinn,“ sagði Ramsdale í viðtalinu en hann hefur líklega smitast við það.

Sex greindust með smit úr fyrstu skimun en þá voru 748 leikmenn og starfsmenn veiruprófaðir. Aðrir tveir greindust í seinni skiptið. Á morgun munu félögin kjósa um hvort heimila eigi æfingar án takmarkana en heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi hafa nú þegar gefið grænt ljós.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert