Stjórarnir vilja meiri tíma

Jürgen Klopp og lærisveinar hans í Liverpool eru með 25 …
Jürgen Klopp og lærisveinar hans í Liverpool eru með 25 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. AFP

Knattspyrnustjórar í ensku úrvalsdeildinni hafa óskað eftir því við forráðamenn deildarinnar að tímabilið fari aftur af stað 26. júní en það er enski miðillinn Mirror sem greinir frá þessu. Síðast var leikið í ensku úrvalsdeildinni 9. mars en til stóð að hefja leik að nýju 12. júní.

Fljótlega varð hins vegar ljóst að endurkoma deildarinnar yrði ekki í kringum 12. júní og því hefur stefnan verið sett á 19. júní. Félög á Englandi eru nú byrjað að æfa á nýjan leik eftir langt hlé en á næstu dögum stendur til að draga alveg úr takmörkunum og ættu þau þá að geta byrja að æfa af fullum krafti. 

Mikið álag verður á leikmenn deildarinnar á lokakaflanum enda stendur til að klára deildina um miðjan ágúst. Níu umferðir eru eftir af tímabilinu á Englandi, eða 92 keppnisleikir, og vilja stjórarnir því fá fjórar vikur til þess að undirbúa leikmenn sína fyrir lokakaflann og koma þannig í veg fyrir óþarfa álagsmeiðsli.

mbl.is