Berskjaldaðir eftir eitt smit

Eddie Howe.
Eddie Howe. AFP

Leikmenn og þjálfarar Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eru smeykir og berskjaldaðir eftir að markvörður liðsins greindist með kórónuveiruna um helgina.

Varamarkvörðurinn Aaron Ramsdale greindist með veiruna eftir að allt liðið fór í skimun um helgina og segir knattspyrnustjórinn Eddie Howe að fréttirnar hafi komið sér og öðrum í liðinu úr jafnvægi. „það er órói á meðal leikmanna, ég held að þeim líði bara eins og mér,“ sagði Howe í viðtali við Daily Mail. „Það var ekkert smit hjá okkur í fyrstu skimun og okkur leið vel, fannst við vera öruggir.“

„En um leið og þetta fyrsta smit kemur þá breytist hugarfarið hjá öllum. Skyndilega eru allir berskjaldaðir og meðvitaðir um hættuna.“

Ásamt Ramsdale hefur varnarmaður Watford smitast, Adrian Mariappa, og þá greindist aðstoðarþjálfari Burnley einnig með veiruna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert