Brasilíumaðurinn á förum frá Arsenal

David Luiz
David Luiz AFP

Bras­il­íski varn­ar­maður­inn Dav­id Luiz virðist vera á förum frá Arsenal, en hann verður samningslaus í lok næsta mánaðar og hafa engar viðræður átt sér stað um að halda honum í Lundúnum.

Luiz gekk til liðs við Arsenal á lokadegi félagaskiptagluggans í byrjun tímabils fyrir átta milljónir punda, en hann var fenginn í stað þáverandi fyrirliða, Laurent Koscielny, sem skipti til Bordeaux í Frakklandi.

Á þeim tíma var skrifað að Luiz hefði gert tveggja ára samning við félagið en samkvæmt heimildum Sky Sports var aðeins um eins árs samning að ræða. Mikel Arteta, knattspyrnustjóri liðsins, vill halda Luiz og Brasilíumaðurinn sjálfur er sagður vilja vera áfram en félagið vill lækka launakostnaðinn. Luiz er orðinn 33 ára gamall, en hann hefur orðið meistari með PSG í Frakklandi og Chelsea á Englandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert