Faðir knattspyrnustjóra lést af völdum veirunnar

Dean Smith hefur stýrt liði Aston Villa frá árinu 2018.
Dean Smith hefur stýrt liði Aston Villa frá árinu 2018. AFP

Ron Smith, faðir enska knattspyrnustjórans Dean Smith, lést af völdum kórónuveirunnar í vikunni en það er BBC sem greinir frá þessu. Dean Smith er stjóri Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni en faðir hans var 79 ára gamall þegar hann lést. Ron Smith smitaðist af veirunni fyrir fjórum vikum en hann hefur búið á dvalarheimili fyrir eldri borgara, undanfarin ár.

Ron Smith starfaði lengi fyrir Aston Villa, meðal annars sem gæslumaður á Villa Park, og mætti reglulega á heimaleiki liðsins þegar hann hafði heilsu til. „Hugur allra hjá félaginu er hjá Dean Smith og fjölskyldu hans á þessum erfiðu tímum,“ segir í fréttatilkynningu sem félagið sendi frá sér í dag.

„Við vonumst til þess að fjölmiðlar sýni aðstæðum knattspyrnustjórans virðingu og virði einkalíf hans og fjölskyldu hans á þessum erfiði tímum,“ segir enn fremur í tilkynningu Aston Villa. Fyrir rúmum mánuði síðan lést Dolors Sala Carrio, móðir Pep Guardiola, stjóra Manchester City, af völdum kórónuveirunnar en hún var 82 ára gömul.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert