Kanté loks mættur á æfingasvæðið

N'Golo Kanté.
N'Golo Kanté. AFP

Frakk­inn N’­Golo Kanté er mættur aftur á æfingasvæði Chelsea en félagið hafði áður leyft honum að æfa heima vegna ótta hans við kórónuveiruna.

Kanté fékk leyfi til að halda áfram að æfa heima en aðrir leikmenn liðsins byrjuðu að mæta aftur á æfingasvæðið 19. maí. Frakkinn er hins vegar aftur mættur á Cobham-svæðið í Lundúnum en æfir einn. Nú hefur verið staðfest að enska úrvalsdeildin hefjist aftur þann 17. júní en upprunalega var talið næsta víst að Kanté myndi ekki taka meira þátt á tímabilinu.

Kanté missti eldri bróður sinn úr hjarta­áfalli aðeins nokkr­um vik­um fyr­ir HM í Rússlandi árið 2018. Það leið yfir hann sjálf­an nokkr­um mánuðum seinna á æf­ingu en ekk­ert al­var­legt kom í ljós í lækn­is­skoðun. Hann vill því enga sénsa taka og er ekki eini leikmaður deildarinnar sem æfir ekki með liðsfélögum sínum en Troy Deeney, fyrirliði Watford, heldur sig enn heima.

mbl.is