Man. United bauð þrjár milljónir í Bale

Gareth Bale.
Gareth Bale. AFP

Manchester United bauð nokkrar milljónir punda í Wales-verjann Gareth Bale þegar hann var að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki en nokkrum árum síðar varð hann dýrasti leikmaður heims.

George Burley, fyrrverandi knattspyrnustjóri Southampton, sagði frá þessu í skemmtilegu viðtali við The Athletic en hann stýrði þeim Bale og Theo Walcott þegar þeir voru fyrst að koma fram á sjónarsviðið.

Walcott þótti bráðefnilegur og seldi Southampton hann til Arsenal fyrir um 12 milljónir punda árið 2006 og skömmu síðar vildi Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, kaupa Bale. „Við vorum búnir að selja Walcott á 12 milljónir og United bauð þrjár eða fjórar, við sögðum ekki séns!“ sagði Burley sem talaði þó við Sir Alex um möguleg skipti. „United hafði mikinn áhuga. Ég hitti Sir Alex og stjórnarformanninn á hóteli til að ræða við þá.“

Bale fór að lokum til Tottenham ári síðar fyrir um tíu milljónir og sumarið 2013 var hann seldur til Real Madríd fyrir metfé eða 80 milljónir punda.

mbl.is