Fyrrverandi stjóri Liverpool fékk veiruna

Brendan Rodgers.
Brendan Rodgers. AFP

Knattspyrnustjórinn Brend­an Rod­gers smitaðist af kórónuveirunni skömmu eftir að ensku úrvalsdeildinni var frestað um miðjan mars. Þetta staðfesti hann í viðtali við BBC í dag.

Rodgers, sem nú stýrir liði Leicester, segist hafa fundið fyrir einkennum veirunnar og hafi þá í kjölfarið gengist undir skimun. Þar kom í ljós að bæði hann og eiginkonan voru smituð.

Úrvalsdeildin mun hefjast aftur 17. júní eftir rúmlega þriggja mánaða hlé og getur gamla félag Rodgers þá loks bundið enda á 30 ára eyðimerkurgöngu sína. Hann stýrði sjálfur Li­verpool um ára­bil og komst sjálf­ur ná­lægt því að enda langa bið fé­lags­ins eft­ir meist­ara­titl­in­um árið 2014 en Li­verpool varð síðast ensk­ur meist­ari 1990.

Núverandi lið hans, Leicester, hefur einnig að miklu að keppa enda situr liðið í 3. sæti og getur tryggt sér þátttöku í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert