Aldrei verið svona veikur á ævinni

Gabriel Agbonlahor í leik með Aston Villa árið 2013.
Gabriel Agbonlahor í leik með Aston Villa árið 2013. CARL COURT

Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Gabriel Agbonlahor, sem lék með Aston Villa á Englandi, segist aldrei hafa orðið jafn fárveikur á ævinni og þegar hann fékk kórónuveiruna.

Agbonlahor, sem skoraði 75 mörk í 341 leik með Villa á árunum 2005 til 2018, smitaðist í mars. „Ég fékk veiruna 15. mars og hef aldrei verið svona veikur á ævinni,“ sagði hann við Sky Sports.

Hann vill að úrvalsdeildin fari varlega nú þegar liðin eru farin að æfa á ný og til stendur að hefja mótið aftur um miðjan júní. „Ég vil ekki að leikmennirnir upplifi það sama og ég, þetta var skelfileg lífsreynsla. Veiran getur verið lífshættuleg.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert