Ekkert nýtt smit í ensku úrvalsdeildinni

Liverpool er með 25 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.
Liverpool er með 25 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. AFP

Engin ný kórónuveirusmit greindust þegar leikmenn, þjálfarar og starfsfólk félaga í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta var skimað í fjórða skipti fyrir kórónuveirunni. Var um fyrstu skimanir að ræða síðan æfingar án takmarkana voru leyfðar. 

Skimaði hvert félag um 60 manns. Áður höfðu tólf jákvæð sýni greinst af alls 2.700 í deildinni. Hafa forráðamenn deildarinnar greint frá því að hún geti hafist á ný 17. júní, svo lengi sem það er talið öruggt. 

Fyrr í dag greindu yfirvöld í Bretlandi frá því að íþróttir væru leyfðar þar í landi án áhorfenda frá og með mánudeginum 1. júní. „Breskar íþróttir í beinni útsendingu snúa aftur fljótlega í öruggu umhverfi,“ sagði Oliver Dowden menn­ing­ar­málaráðherra Bretlands í ávarpi í dag. 

mbl.is