Tíu smit í ensku B-deildinni

Leeds er í toppsæti ensku B-deildarinnar.
Leeds er í toppsæti ensku B-deildarinnar. AFP

Af þeim 1.058 kórónuveiruprófum sem tekin voru í ensku B-deildinni síðustu tvo daga reyndust tíu jákvæð. Komu jákvæðu prófin frá átta mismunandi félögum. Munu þeir smituðu vera í einangrun næstu vikur. 

Stefnt er að því að enska B-deildin fari af stað stuttu eftir úrvalsdeildinni, en fyrstu leikir úrvalsdeildarinnar eftir kórónuveirufrí verða spilaðir þann 17. júní næstkomandi. 

Cardiff varð fyrsta félagið til að greina frá því að starfsmaður félagsins hafi verið einn þeirra tíu sem smituðust. Þá gaf Hull City það út að enginn innan þeirra raða væru smitaðir, en á dögunum greindust tveir starfsmenn félagsins með veiruna. 

Uppfært: Jayden Stockley, framherji Preston, er einn þeirra smituðu. 

mbl.is