Skotmark Liverpool eins og Mané og Ronaldo

Cristiano Ronaldo
Cristiano Ronaldo AFP

Knattspyrnumaðurinn ungi Ferran Torres er í sigti Liverpool en hann verður samningslaus hjá Valencia eftir næstu leiktíð og vill félagið frekar selja hann nú heldur en að missa leikmanninn frítt samkvæmt Daily Star.

Torres er nýorðinn tvítugur en hefur engu að síður spilað 72 deildarleiki fyrir Valencia og skoraði í þeim sjö mörk en hann spilar aðallega á hægri kantinum. Þá er haft eftir njósnara Liverpool að Torres yrði frábær varamaður á eftir sóknarmanninum Sadio Mané sem hefur verið einn sá besti í Evrópu undanfarin ár, en þeir þykja nokkuð svipaðir leikmenn.

Samanburðurinn stoppar þó ekki þar heldur segir að Torres minni menn gjarnan á ungan Cristiano Ronaldo, eldsnöggur og ótrúlega fimur með boltann. Valencia verður að selja Spánverjann fyrir 80 milljónir evra samkvæmt klásúlu í samning hans en hann gæti þó reynst aðeins ódýrari, enda aðeins samningsbundinn félaginu í eitt ár til viðbótar.

Sadio Mané
Sadio Mané AFP
mbl.is