Spánverjinn vill yfirgefa Arsenal

Héctor Bellerín vill yfirgefa Arsenal.
Héctor Bellerín vill yfirgefa Arsenal. AFP

Spænski bakvörðurinn Héctor Bellerín vill yfirgefa enska knattspyrnufélagið Arsenal þar sem hann er ósáttur við metnaðarleysi hjá félaginu. ESPN greinir frá. 

Bellerín hefur verið í röðum Arsenal frá 2011 og er samningsbundinn til 2023. Að sögn ESPN vill Bellerín yfirgefa félagið áður en samningurinn rennur út. 

Félög á borð við Juventus eru sögð áhugasöm um Bellerín, sem hefur leikið átta leiki með Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og alls 195 leiki í öllum keppnum og skorað í þeim átta mörk. 

mbl.is