Fékk símtal frá Klopp

Kalidou Koulibaly hefur verið sterklega orðaður við Liverpool undanfarnar vikur.
Kalidou Koulibaly hefur verið sterklega orðaður við Liverpool undanfarnar vikur. AFP

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, ætlar sér að fá nýjan miðvörð á Anfield í sumar. Króatíski varnarmaðurinn Dejan Lovren er að öllum líkindum á förum frá Liverpool í sumar samkvæmt Sky Sports en hann verður samningslaus sumarið 2021. Þeir Virgil van Dijk, Joe Gomez og Joel Matip eru samningsbundnir félaginu en Klopp vill hafa fjóra miðverði í hópnum hjá sér.

Franski fjölmiðillinn Le10 Sport greinir frá því að Klopp hafi hringt í senegalska varnarmanninn Kalidou Koulibaly á dögunum en hann er samningsbundinn Napoli. Koulibaly er til sölu í sumar en hann vill reyna fyrir sér í ensku úrvalsdeildinni. Koulibaly hefur leikið með Napoli á Ítalíu frá árinu 2014 en hann kostar í kringum 65 milljónir punda.

Le10 Sport segir að Klopp hafi rætt ítarlega við varnarmanninn um að ganga til liðs við Liverpool og listað upp plön sín með félagið til næstu tveggja ára. Koulibaly hefur verið á meðal bestu varnarmanna heims undanfarin ár en hann hann verður 29 ára gamall í júní. Hann á að baki 42 landsleiki fyrir Senegal en hann er fæddur í Frakklandi.

mbl.is