Feginn að ég búi ekki í Bandaríkjunum

Bandaríkjamaðurinn DeAndre Yedlin sækir að Neymar í landsleik gegn Brasilíu.
Bandaríkjamaðurinn DeAndre Yedlin sækir að Neymar í landsleik gegn Brasilíu. AFP

Knattspyrnumaðurinn DeAndre Yedlin segir að afi hans sé ánægður að hann búi ekki lengur í Bandaríkjunum en mikil óeirð er þar í landi eftir að George Floyd, óvopnaður svartur maður, var drep­inn af lög­reglu­manni sem kraup á hálsi hans og þrengdi þannig að önd­un­ar­vegi hans þangað til hann kafnaði.

Yedlin er 26 ára varnarmaður frá Seattle og hefur spilað 62 landsleiki fyrir Bandaríkin. Hann flutti til Englands árið 2015 og gekk til liðs við Newcastle ári síðar en hann skrifað á Twitter-síðu sína í dag: „Nokkrum dögum eftir dauða George Floyd fékk ég skilaboð frá afa mínum sem sagðist vera ánægður að ég byggi ekki lengur í Bandaríkjunum vegna þess að hann myndi óttast um líf mitt sem ungur, svartur maður. Eftir því sem dagarnir líða hef ég ekki getað hætt að hugsa um þessi skilaboð frá afa mínum.“

Derek Chau­vin, lög­reglumaður­inn fyrr­ver­andi hefur verið ákærður fyrir manndráp og færður í há­marks­ör­ygg­is­fang­elsi.

mbl.is