„Þín verður ekki saknað“

West Brom.
West Brom. AFP

Enska knattspyrnufélagið West Brom tók þátt í að minnast George Floyd, sem lést eft­ir harka­lega meðferð lög­reglu­manns við hand­töku í Bandaríkjunum á dögunum, á samfélagsmiðlum sínum og var snöggt að svara ósáttum stuðningsmanni.

Sam­fé­lags­miðlar hafa bók­staf­lega logað eft­ir að mót­mæla­alda braust út í Banda­ríkj­un­um í kjöl­far and­látsins og hefur fólk um allan heim sýnt mótmælunum stuðning með því að birta myndir af svörtum bakgrunni undir myllumerkinu Black Out Tuesday.

Einn ósáttur netverji svaraði færslu West Brom á Twitter: „Aumkunarvert. Afturkallið ársmiðan minn. Bless,“ en félagið var snöggt að svara: „Þín verður ekki saknað.“

mbl.is