Öll gerum við mistök

Jack Grealish braut sóttvarnarreglur í lok mars.
Jack Grealish braut sóttvarnarreglur í lok mars. AFP

Jack Grealish, fyrirliði enska knattspyrnufélagsins Aston Villa, viðurkennir að hann hafi gert stór mistök með því að brjóta sóttvarnarreglur í Bretlandi þann 29. mars síðastliðinn. Grealish mætti þá í partí til fyrrverandi liðsfélaga sína sem haldið var seint um kvöld en á leið heim til sín lenti leikmaðurinn í árekstri og þannig komst upp um brot sóknarmannsins.

Degi áður en Grealish lenti í árekstrinum þá hafði hann sett inn færslu á Twitter þar sem hann hvatti fólk til þess að halda sér heima vegna kórónuveirufaraldursins. „Ég vissi það um leið og þetta gerðist að ég gæti ekki falið mig á bakið við yfirlýsingu félagsins og ákvað því að stíga fram persónulega,“ sagði Grealish í samtali við The Guardian.

“Ég geri mér grein fyrir því að ég er knattspyrnumaður en ég er líka mannlegur og við gerum öll mistök. Ég veit að ég gerði stór mistök og þannig er það. Ég er fyrirmynd fyrir aðra, sérstaklega yngri kynslóðina, og þetta var heimskulegt hjá mér og mun ekki koma fyrir aftur,“ bætti fyrirliðinn við sem hefur verið sterklega orðaður við Manchester United undanfarna mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert