Smit hjá Tottenham Hotspur

Heimavöllur Tottenham Hotspur í London.
Heimavöllur Tottenham Hotspur í London. AFP

Leikmaður, eða starfsmaður, Tottenham Hotspur er smitaður af kórónuveirunni og eru leikmenn liðsins á leið í sóttkví í viku í samræmi við vinnureglur ensku úrvalsdeildarinnar. 

Félagið sendi frá sér yfirlýsingu í dag vegna þessa en leikmenn liðanna í deildinni hafa að undanförnu verið skimaðir fyrir veirunni. 

Tottenham fékk upplýsingarnar frá ensku úrvalsdeildinni. Eftir því sem næst verður komist er þetta eina smitið í hópi þeirra 1.197 sem tengjast félögunum og hafa verið skimaðir að undanförnu. 

Nafn hins smitaða verður ekki gefið upp. 

mbl.is