Þjóðverjinn vill ganga til liðs við United

Kai Havertz (t.h.)
Kai Havertz (t.h.) AFP

Kai Havertz, fram­herji Bayer Le­verku­sen í þýskalandi, er opinn fyrir því að skipta til Manchester United á Englandi í sumar en Þjóðverjinn er eftirsóttur eftir að hafa spilað vel í vetur.

Havertz hef­ur spilað gríðarlega vel eft­ir að þýska deild­in fór af stað á ný eft­ir kór­ónu­veiru­hlé og skorað sjö mörk í síðustu sex leikj­um. Hef­ur hann verið orðaður við fé­lög á Englandi, þá sér­stak­lega Manchester United. Staðarblaðið þar, Manchester Evening News, segist hafa heimildir fyrir því að Havertz sé áhugasamur um skiptin en miðjumaðurinn tvítugi hefur einnig verið orðaður við topplið Liverpool.

Leverkusen vill um 100 milljónir evra fyrir leikmanninn en United er eitt fárra stórliða í Evrópu sem hefur burði til að kaupa dýra leikmenn í sumar eftir kórónuveirufaraldurinn. Marcel Daum, þjálfari Leverkusen, hefur viðurkennt að framtíð Havertz er í óvissu.

mbl.is