Chelsea byrjar að elta næsta skotmark

Ben Chilwell í leik með Leicester gegn Brighton.
Ben Chilwell í leik með Leicester gegn Brighton. AFP

Lundúnalið Chelsea virðist ekkert ætla að slaka á í leikmannakaupum þrátt fyrir að fregnir hafi borist í dag þess efnis að félagið sé að kaupa einn eftirsóttasta framherja Evrópu, Timo Werner, á 54 milljónir punda.

Sky Sports segir nú frá því að forráðamenn Chelsea ætli sér að kaupa vinstri bakvörðinn Ben Chilwell af Leicester en knattspyrnumaðurinn er 23 ára og aðalskotmark Lundúnaliðsins fyrir sumarið.

Chilwell er orðinn aðalbakvörður enska landsliðsins og hefur verið frábær með liði Leicester sem situr í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Þá á hann fjögur ár eftir af samningi sínum hjá félaginu og því er engin pressa á Leicester að selja hann. Þá er liðið fimm stigum og einu sæti fyrir ofan Chelsea í þokkabót og því líklegt til að ná Meistaradeildarsæti fyrir næstu leiktíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert