Markið ótrúlega ekkert nema heppni

Sergio Agüero skorar hér markið ótrúlega í uppbótartíma árið 2012.
Sergio Agüero skorar hér markið ótrúlega í uppbótartíma árið 2012. AFP

Knattspyrnumaðurinn Sergio Agüero tryggði Manchester City sinn fyrsta Englandsmeistaratitil í 44 ár þegar hann skoraði hádramatískt sigurmark seint í uppbótartíma gegn QPR fyrir átta árum síðan. Argentínumaðurinn hefur síðan orðið markahæsti leikmaður félagsins frá upphafi með 254 mörk segir markið ótrúlega ekki hafa verið neitt annað en heppni.

„Ég gerði ekkert í leiknum, ekkert annað en að klóra mér í pungnum,“ sagði framherjinn í myndskeiði á Youtube-rás sinni. „Ég vildi ekki einu sinni sparka svona í boltann, ef ég hefði hitt boltann rétt hefði hann farið af varnarmanni og ég hefði ekki skorað,“ bætti Agüero við um markið sem tryggði City titilinn á kostnað erkifjendanna í Manchester United.

mbl.is