Samkomulag í höfn um Werner

Timo Werner er á leiðinni til Englands.
Timo Werner er á leiðinni til Englands. AFP

Chelsea og RB Leipzig hafa náð samkomulagi um félagsskipti framherjans Timo Werner en enska félagið borgar um 54 milljónir punda fyrir kappann. BBC segir frá þessu. Werner hef­ur lengi verið eitt helsta skot­mark Li­verpool og Jür­gen Klopp sagður mikill aðdáandi landa síns.

Samkvæmt BBC hefur topplið Liverpool ekki lengur áhuga og ætlar félagið einfaldlega ekki að kaupa neinn í félagsskiptaglugganum. Werner verður annar leikmaðurinn sem Chelsea kaupir á tímabilinu, eftir að hafa samið við Hakim Ziyech frá Ajax fyrir um 37 milljónir.

Werner hef­ur raðað inn mörk­un­um í þýsku 1. deild­inni á tíma­bil­inu en hann hef­ur skorað 25 mörk í 29 leikj­um í deild­inni á tíma­bil­inu. Þá skoraði hann fjög­ur mörk í átta leikj­um í Meist­ara­deild­inni á tíma­bil­inu. Þjóðverjinn mun skrifa undir fimm ára samning við Lundúnaliðið.

mbl.is