Getum alveg unnið Liverpool

Jordan Pickford markvörður Everton hefur verið aðalmarkvörður Englands undanfarin tvö …
Jordan Pickford markvörður Everton hefur verið aðalmarkvörður Englands undanfarin tvö ár og á 24 landsleiki að baki. AFP

Enski markvörðurinn Jordan Pickford er sannfærður um að hann og liðsfélagar hans í Everton geti unnið erkifjendurna í Liverpool er liðin mætast 21. júní í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 

Liverpool vann fyrri leik liðanna á Anfield 5:2 í desember og þá vann hálfgert varalið Liverpool sigur á Everton í enska bikarnum mánuði síðar. Þrátt fyrir það hefur enski markvörðurinn trú á sínu liði. 

„Við viljum vinna alla leiki og grannaslagirnir eru risastórir fyrir stuðningsmenn og leikmenn. Við viljum sýna hversu góðir við erum og sýna að við getum unnið toppliðið. Við munum gera okkar besta,“ sagði Pickford við Sky. 

„Við vitum að við erum með næg gæði til að vinna þá. Við viljum gera það fyrir okkur sjálfa og stuðningsmennina,“ bætti Pickford við. Gylfi Þór Sigurðsson verður væntanlega í byrjunarliði Everton í leiknum. 

mbl.is