Góðar fréttir fyrir ensku úrvalsdeildina

Liverpool er með 25 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar …
Liverpool er með 25 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þegar níu umferðir eru eftir af tímabilinu. AFP

Engin ný kórónuveirusmit greindust þegar 1.195 próf voru tekin hjá félögum ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta síðustu tvo daga. Skimað er fyrir veirunni hjá félögum deildarinnar tvisvar í viku. 

Alls hafa þrettán einstaklingar greinst með veiruna síðan skimanir hófust, en alls hafa 6.274 próf verið tekin. 

Síðast var leikið í deildinni þann 13. mars síðastliðinn og er stefnt að því að hefja leik á ný þann 17. júní næstkomandi er Aston Villa og Sheffield United mætast á Villa Park. Síðar sama dag mætast Manchester City og Arsenal. 

mbl.is