Hart barist á báðum endum (myndskeið)

Þó Liverpool sé hársbreidd frá því að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er enn um nóg að keppa. Þó nokkur lið eru í baráttunni um sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð og enn á eftir að útkljá botnbaráttuna þegar níu umferðir eru eftir.

Úrvalsdeildin hefst aftur í kvöld eftir hundrað daga hlé vegna kórónuveirunnar og í myndskeiðinu hér að ofan frá Síminn Sport fer Matt Holland, fyrrverandi leikmaður Ipswich og Charlton og núverandi sparkspekingur, yfir baráttuna á toppnum og botninum.

„Chelsea á eftir að spila við fjögur af fimm neðstu liðinum og þeir verða fullir sjálfstrausts um að ná einu af fjórum efstu sætunum,“ sagði Holland sem telur Manchester United einnig eiga góðan möguleika. „United verður stærsti áskorandi Chelsea um Meistaradeildarsæti. Bestu úrslit United koma gegn liðunum á toppnum.“

Þá vék Holland sér að botnbaráttunni en hann telur Aston Villa vera í klípu: „Stærsta vandamálið er að þeir eru með lélegustu vörn deildarinnar. Þeir verða að laga það til að eiga möguleika,“ sagði Holland en myndskeiðið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.

All­ir leik­ir ensku úr­vals­deild­ar­inn­ar eru sýnd­ir beint á Sím­inn Sport, heim­ili enska bolt­ans, og þá er einn leik­ur í hverri um­ferð sýnd­ur á mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert