Marklínutæknin brást í Birmingham (myndskeið)

Aston Villa og Sheffield United gerðu markalaust jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Villa Park í Birmingham í dag í fyrsta leik deildarinnar eftir rúmlega þriggja mánaða hlé vegna kórónuveirufaraldursins.

Á 42. mínútu fengu Sheffield-menn auka­spyrnu sem Oli­ver Norwood skrúfaði í átt að marki. Örjan Ny­land í marki Ast­on Villa greip bolt­ann og datt svo með hann inn í markið. Bolt­inn fór aug­ljós­lega all­ur yfir lín­una en ekk­ert var dæmt.

Yf­ir­maður marklínu­tækn­inn­ar í ensku úr­vals­deild­inni baðst fyrr í kvöld af­sök­un­ar á því að ekki hafa verið dæmt mark. Michael Oli­ver, dóm­ari leiks­ins, fékk ekki merki um að bolt­inn hefði farið inn fyr­ir lín­una vegna mistaka í tækni­búnaði og markalaust jafntefli því niðurstaðan.

Atvikið umdeilda má sjá í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan en hann var í beinni út­send­ingu á Sím­inn Sport í dag.

Leikmenn Sheffield United voru afar ósáttir með að fá ekki …
Leikmenn Sheffield United voru afar ósáttir með að fá ekki dæmt sigurmark í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert