Fyrirliðinn byrjar gegn United

Harry Kane.
Harry Kane. AFP

Harry Kane, fram­herji enska knatt­spyrnu­fé­lags­ins Totten­ham, hef­ur jafnað sig af meiðslum sem hann varð fyr­ir um áramótin og er hann því klár í slaginn fyrir stórleikinn gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld.

Um er að ræða fyrsta leik liðanna í rúma þrjá mánuði eftir langt hlé vegna kórónuveirunnar en José Mourinho, stjóri Tottenham, staðfesti á blaðamannafundi sínum í dag að Kane verði í byrjunarliðinu á morgun. „Það eru engin vandamál hjá honum, hann æfir gríðarlega vel og byrjar á morgun,“ sagði Mourinho við blaðamenn.

„Er hann tilbúinn í 90 mínútur? 80, 70, 60? Það kemur í ljós á morgun,“ bætti Portúgalinn við en Tottenham munar svo sannarlega um fyrirliðann og markahæsta leikmanninn sinn. Liðið er í mikill baráttu við Man. United um Meistaradeildarsæti á næstu leiktíð. Þá staðfesti Mourinho einnig að þeir Moussa Sissoko og Son Heung-min verða til taks á morgun en báðir hafa verið að glíma við smávægileg meiðsli.

mbl.is