Eiður ræddi um Liverpool-slaginn (myndskeið)

Eiður Smári Guðjohnsen, Bjarni Þór Viðarsson og Tómas Þór Þórðarson ræddu leik Liverpool og Everton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í Vellinum á Símanum sport. Skildu grannarnir jafnir í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. 

„Hraðinn minnkar og upplifunin verður öðruvísi. Þetta var í rólegri kantinum miðað við að þetta séu nágrannar og erkifjendur. Þessi leikur gaf ekki rétta mynd af þeim leik sem þetta hefur verið í gegnum fótboltasöguna,“ sagði Eiður Smári, en engir áhorfendur voru leyfðir á leiknum vegna kórónuveirunnar. 

Spjallið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan, en Völlurinn er sýndur á Símanum sport. 

mbl.is