„Ég er ekki læknir en þetta lítur ekki vel út“

Sergio Agüero meiddur í gær gegn Burnley.
Sergio Agüero meiddur í gær gegn Burnley. AFP

Knattspyrnumaðurinn Sergio Agüero gæti verið frá keppni í heilt ár eftir slæm hnémeiðsli sem hann varð fyrir í leik Manchester City og Burnley í ensku úrvalsdeildinni í gær. Þetta sagði stjóri City, Pep Guardiola, á blaðamannafundi sínum eftir leikinn.

City vann öruggan 5:0-sigur á Burnley á Etihad vellinum en Argentínumaðurinn var tekinn af velli skömmu fyrir hálfleik í sínum fyrsta byrjunarliðsleik síðan deildin hófst aftur eftir þriggja mánaða hlé. Hann fékk högg á hnéð og gæti verið lengi frá.

„Þetta lítur ekki vel út, þetta voru hnémeiðsli,“ sagði Guardiola við fjölmiðla. Aðspurður hvort framherjinn myndi spila meira á tímabilinu sagði hann einfaldlega: „Ég er ekki læknir, en þetta lítur ekki vel út.“

mbl.is