Vardy kærir Rooney fyrir ærumeiðingar

Wayne Rooney, eiginmaður Coleen.
Wayne Rooney, eiginmaður Coleen. AFP

Fót­boltafrú­in Re­bekah Var­dy hefur kært aðra fótboltafrú, Coleen Rooney, eiginkonu Wayne Rooney, fyrir ærumeiðingar en Coleen sakaði hana um að leka upplýsingum um einkalíf Rooney-hjónanna til breska götublaðsins The Sun. Rebekah er gift knattspyrnumanninum Jamie Vardy.

Rebekah sagði fyrr á árinu að hún hefði lent á spítala í þrígang stuttu eftir að rifrildið braust út í heimspressunni en hún var barnshafandi þegar fjölmiðlafárið gekk yfir. Rooney sagði að mikið af upp­lýs­ing­um um hana, fjöl­skyldu henn­ar og vini hefði lekið til The Sun og kenndi hún Vardy um lekann. Nú hefur Vardy kært Coleen fyrir ærumeiðingar en hún hefur alla tíð neitað sök. Sky Sports segir frá þessu.

Wayne Rooney, leikmaður Derby og fyrrverandi framherji Manchester United og enska landsliðsins, hefur ekki tjáð sig um málið frekar en Jamie Vardy, sem spilar með Leicester í ensku úrvalsdeildinni.

Rebekah Vardy segist hafa fengið líflátshótanir vegna Rooney-lekans.
Rebekah Vardy segist hafa fengið líflátshótanir vegna Rooney-lekans. Wikimedia Commons/Антон Зайцев
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert