Liverpool með níu fingur á bikarnum

Fabinho fagnar marki sínu og þriðja marki Liverpool ásamt liðsfélögum …
Fabinho fagnar marki sínu og þriðja marki Liverpool ásamt liðsfélögum sínum. AFP

Liverpool er með níu fingur á Englandsmeistaratitlinum eftir stórsigur gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Anfield í Liverpool í kvöld. Leiknum lauk með 4:0-sigri Liverpool sem er nú með 86 stig, 23 stigum meira en Manchester City, og Liverpool getur orðið meistari á morgun ef City tapar fyrir Chelsea á Stamford Bridge í London.

Trent Alexander-Arnold kom Liverpool yfir á 23. mínútu með stórglæsilegu marki, beint úr aukaspyrnu, af 25 metra færi. Mohamed Salah bætti svo við öðru marki Liverpool eftir laglega stungusendingu frá Fabinho og staðan því 2:0 í hálfleik.

Fabinho bætti við þriðja marki Liverpool í upphafi fyrri hálfleiks með þrumufleyg af 35 metra færi. Það var svo Sadio Mané sem átti lokaorðið fyrir Liverpool á 69. mínútu þegar Mohamed Salah sendi hann í gegn og Mané  kláraði af yfirvegun fram hjá Wayne Hennessey í marki Palace.

Liverpool fer með sigrinum upp í 86 stig í efsta sæti deildarinnar en Crystal Palace er í níunda sætinu með 42 stig, sjö stigum minna en Manchester United og Wolves, sem eru í fimmta og sjötta sætinu.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Liverpool 4:0 Crystal Palace opna loka
90. mín. Mohamed Salah (Liverpool) á skot sem er varið DAUÐAFÆRI! Salah einn í gegn en Hennessey ver meistaralega frá honum.
mbl.is