Klopp tárvotur í viðtali (myndskeið)

Jürgen Klopp var tilfinningaríkur í kvöld.
Jürgen Klopp var tilfinningaríkur í kvöld. AFP

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var skiljanlega kampakátur með Englandsmeistaratitilinn sem liðið vann í kvöld en titillinn er sá fyrsti í 30 ár hjá félaginu. 

Klopp ræddi við Sky-sjónvarpsstöðina eftir að titillinn var í húfi og var afar tilfinningaríkur og að lokum tárvotur. „Án leikmannanna gerum við ekki neitt, en stundum þarftu að hjálpa þeim með því að tala við þá,“ sagði Klopp. 

„Þetta er stórt augnablik og algjörlega yfirþyrmandi. Ég bjóst ekki við að mér myndi líða svona,“ sagði Klopp með tárin í augunum, áður en hann kvaddi. 

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan og hvernig tilfinningarnar bera Klopp ofurliði í lokin. 

mbl.is