Leikmenn Liverpool fögnuðu vel og innilega (myndskeið)

Li­verpool varð í kvöld Eng­lands­meist­ari í fót­bolta í fyrsta skipti í 30 ár. Varð það ljóst eft­ir að Manchester City mistókst að vinna Chel­sea á úti­velli, en loka­töl­ur urðu 2:1, Chel­sea í vil. Li­verpool er með 86 stig og Manchester City með 63 stig þegar sjö um­ferðir eru eft­ir af deild­inni. 

Eins og gef­ur að skilja voru leik­menn Li­verpool kát­ir þegar flautað var til leiks­loka, en þeir hittust og fylgdust með leiknum í sjóvarpinu og fögnuðu vel og innilega þegar titillinn var í höfn. 

Myndband af leikmönnum fagna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is