Þrjátíu ára bið Liverpool á enda

Christian Pulisic skoraði fyrra mark Chelsea.
Christian Pulisic skoraði fyrra mark Chelsea. AFP

Liverpool varð í kvöld Englandsmeistari í fótbolta í fyrsta skipti í 30 ár. Varð það ljóst eftir að Manchester City mistókst að vinna Chelsea á útivelli, en lokatölur urðu 2:1, Chelsea í vil. Liverpool er með 86 stig og Manchester City með 63 stig þegar sjö umferðir eru eftir af deildinni. 

Christian Pulisic skoraði fyrsta mark leiksins er hann kom Chelsea yfir á 36. mínútu eftir mistök hjá Benjamin Mendy og Ilkay Gundogan. Pulisic stal boltanum af Mendy og brunaði upp völlinn og skoraði huggulegt mark. 

Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks en City jafnaði á 55. mínútu með stórglæsilegu marki hjá Kevin De Bruyne. Belginn skoraði þá beint úr aukaspyrnu af rúmlega 20 metra færi. City reyndi hvað það gat að skora sigurmark og fresta fagnaðarlátum Liverpool-manna en fyrir vikið opnaðist vörn liðsins og Chelsea gekk á lagið. 

Heimamenn fengu skyndisókn á 77. mínútu og hún endaði með að Fernandinho varði boltann með hendinni innan teigs. Fernandinho fékk rautt spjald og Chelsea fékk víti. Willian nýtti vítið af miklu öryggi og tryggði hann Chelsea sigurinn í leiðinni og Liverpool enska meistaratitilinn. 

Chelsea er í fjórða sæti deildarinnar með 54 stig og í góðri stöðu í báráttunni um sæti í Meistaradeildinni.

Stuðningsmaður Liverpool fagnar heima í stofu.
Stuðningsmaður Liverpool fagnar heima í stofu. AFP
Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Chelsea 2:1 Man. City opna loka
90. mín. Liverpool er sex mínútum í uppbótartíma frá Englandsmeistaratitlinum!
mbl.is