Áfall fyrir Arsenal

Gabriel Martinelli í leik með Arsenal á tímabilinu.
Gabriel Martinelli í leik með Arsenal á tímabilinu. AFP

Gabriel Martinelli, sóknarmaður enska knattspyrnufélagsins Arsenal, mun missa af restinni af tímabilinu eftir að hafa gengist undir aðgerð á hné en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Martinelli er einungis 19 ára gamall en hann hefur þrátt fyrir það skorað 10 mörk í 26 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu.

Sóknarmaðurinn er á sínu fyrsta tímabili með liðinu eftir að hafa komið til félagsins frá brasilíska liðinu Ituano í heimalandi sínu. Martinelli hefur leikið 14 leiki í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu, þar af hefur hann byrjað sex þeirram, en í þessum leikjum hefur hann skorað þrjú mörk.

Leikmaðurinn meiddist á hné á æfingu liðsins í vikunni en ekki hefur ennþá verið tilkynnt um hvers lags meiðsli var að ræða. Sky Sports greinir frá því að forráðamenn Arsenal reikni með því að leikmaðurinn verði frá í einhvern tíma og því er óvíst hvort hann verði klár í slaginn þegar næsta tímabil hefst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert