Brjáluð fagnaðarlæti fyrir utan Anfield (myndir)

Suðningsmenn Liverpool fjölmenntu fyrir utan Anfield að fagna langþráðum titli.
Suðningsmenn Liverpool fjölmenntu fyrir utan Anfield að fagna langþráðum titli. AFP

Stuðningsmenn Liverpool fögnuðu vel og innilega fyrir utan Anfield heimavöll liðsins er liðið varð enskur meistari í fótbolta í kvöld. Þar sem Manchester City tapaði á móti Chelsea á Stamford Bridge, er ljóst að ekkert lið getur náð Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir að sjö umferðir séu eftir. 

Um 2.000 stuðningsmenn voru mættir fyrir utan Anfield um hálftíma áður en flautað var af í London. Þegar leið á kvöldið bættust fjölmargir stuðningsmenn við og þegar mest var foru mörg þúsund manns fyrir utan völlinn.

Lögreglan skarst ekki í leikinn og fengu stuðningsmenn að fagna óáreittir. Þá var sömuleiðis fagnað í miðborg Liverpool og mikill mannfjöldi safnaðist saman. 

Stemningin fyrir utan Anfield var mögnuð.
Stemningin fyrir utan Anfield var mögnuð. AFP
Stuðningsmenn fagna fyrsta Englandsmeistaratitlinum í 30 ár.
Stuðningsmenn fagna fyrsta Englandsmeistaratitlinum í 30 ár. AFP
Fagnaðurinn var gríðarlegur fyrir utan Anfield.
Fagnaðurinn var gríðarlegur fyrir utan Anfield. AFP
Stuðningsmenn Liverpool fagna.
Stuðningsmenn Liverpool fagna. AFP
Það var magnað andrúmsloft fyrir utan Anfield í kvöld.
Það var magnað andrúmsloft fyrir utan Anfield í kvöld. AFP
Stuðningsmenn Liverpool skutu upp flugeldum í tilefni kvöldsins.
Stuðningsmenn Liverpool skutu upp flugeldum í tilefni kvöldsins. AFP
Stuðningsmenn fagna vel og innilega.
Stuðningsmenn fagna vel og innilega. AFP
mbl.is