Liverpool mun ekki drottna eins og Man. United

Ole Gunnar Solskjær og Jürgen Klopp á hliðarlínunni í vetur.
Ole Gunnar Solskjær og Jürgen Klopp á hliðarlínunni í vetur. AFP

Ole Gunn­ar Solskjær, knatt­spyrn­u­stjóri Manchester United, segir að það muni reynast Liverpool erfitt að drottna yfir enskum fótbolta eins og United gerði undir stjórn Sir Alex Ferguson er liðið var meistari 13 sinnum á 20 árum. Liverpool vann sinn fyrsta Englandsmeistaratitil í 30 ár í gær.

„Fjöldin af titlum sem við unnum undir stjórn Sir Alex, það verður ekki auðvelt fyrir nokkurn að leika það eftir,“ sagði Normaðurinn í viðtali við ESPN en hann var hluti af sex meistaraliðum sem leikmaður undir stjórn Skotans.

„Það var enginn betri en Sir Alex í að halda sér á toppnum. Áskorunin okkar, núna, er að sjá til þess að við bíðum ekki önnur 26 ár eftir því að vinna deildina,“ bætti Solskjær við en Sir Alex batt enda á 26 ára eyðimerkurgöngu Manchester-félagsins þegar hann stýrði liðinu til sigurs árið 1993.

mbl.is