Trufluðu Van Dijk í miðju viðtali (myndskeið)

Virgil van Dijk er af mörgum talinn besti varnarmaður heims …
Virgil van Dijk er af mörgum talinn besti varnarmaður heims í dag. AFP

Virgil van Dijk, varnarmaður enska knattspyrnufélagsins Liverpool, var í viðtali við sjónvarpsþáttinn Match Of The Day í gær eftir að liðið varð Englandsmeistari í fyrsta sinn í þrjátíu ár. 

Gary Lineker, umsjónarmaður þáttarins, var ásamt Rio Ferdinand að spjalla við Van Dijk þegar liðsfélagar hans ruddust inn í herbergið og sungu og trölluðu fyrir framan myndavélarnar við mikinn fögnuð þáttarstjórnenda.

Van Dijk hefur verið frábær fyrir Liverpool síðan hann kom til félagsins frá Southampton í janíar 2018 fyrir 75 milljónir punda en Liverpool er með 23 stiga forskot á toppi deildarinnar þegar sjö umferðir eru eftir af tímabilinu.

mbl.is