Frammistaðan er einstök

Emily Farley stuðningsmaður Liverpool bauð í gær upp á þessa …
Emily Farley stuðningsmaður Liverpool bauð í gær upp á þessa skreytingu framan við heimili sitt í borginni þar sem Jürgen Klopp, Virgil van Dijk og Jordan Henderson fyrirliði voru allir mættir til leiks. AFP

Óhætt er að segja að frammistaða Liverpool á yfirstandandi keppnistímabili í enska fótboltanum sé orðin einstök. Meistaratitillinn er þegar í höfn að lokinni 31 umferð og 28 sigurleikir í úrvalsdeildinni í vetur segja meira en mörg orð um yfirburði Jürgens Klopp og hans manna. Heil 23 stig skilja að tvö efstu liðin.

Nú er spurningin bara sú hvort þeir bæti fleiri metum í sarpinn á lokasprettinum en þeim sem þegar eru í húsi, eða hvort leikmenn liðsins séu orðnir saddir þegar stóra takmarkinu er náð og slaki aðeins á síðustu vikur tímabilsins. Sem væri vel skiljanlegt.

Spennufallið eftir að hafa tryggt félaginu þennan langþráða meistaratitil, þann fyrsta í heil 30 ár, verður eflaust til staðar og spurning hvaða áhrif það hefur á leik liðsins á lokasprettinum. Miðað við myndir sem birst hafa í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum slettu leikmenn Liverpool ærlega úr klaufunum eftir að flautað var til leiksloka hjá Chelsea og Manchester City í fyrrakvöld en þeir höfðu fylgst saman með leiknum á hóteli í Liverpool. Þeir hafa hinsvegar viku til að jafna sig fyrir stórleikinn gegn Manchester City á fimmtudagskvöldið kemur, þar sem leikmenn City þurfa að standa heiðursvörð þegar meistararnir ganga til leiks.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »