Hegðun stuðningsmanna Liverpool óásættanleg

Stuðningsmenn Liverpool halda áfram að fjölmenna fyrir utan Anfield til …
Stuðningsmenn Liverpool halda áfram að fjölmenna fyrir utan Anfield til að fagna titlinum. AFP

Stórar samkomur stuðningsmanna Liverpool hafa verið opinberlega fordæmdar í sameiginlegri yfirlýsingu frá félaginu, lögreglu og borgaryfirvöldum en fjöldi fólks hefur komið saman til að fagna Englandsmeistaratitli Liverpool síðastliðin tvö kvöld.

Liverpool varð í fyrradag Englandsmeistari í knattspyrnu í fyrsta sinn í 30 ár og hafa fjölmargir stuðningsmenn liðsins komið saman fyrir utan leikvang félagsins, Anfield, til að fagna þrátt fyrir tilmæli yfirvalda um að forðast samkomur vegna kórónuveirufaraldursins.

Lögreglan í Liverpool hefur handtekið tíu manns vegna málsins og segir í yfirlýsingunni að þessar samkomur séu algjörlega óásættanlegar. „Við ítrekum að þessi hegðun er óásættanleg. Við erum enn í miðjum faraldri og þeir sem hafa kveikt í flugeldum og blysum hafa sett aðra í aukna hættu í þokkabót. Við þurfum að vinna saman til að koma í veg fyrir að kórónuveiran dreifi sér enn frekar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert