Klopp segir að Sancho myndi líta vel út í rauðu

Jadon Sancho
Jadon Sancho AFP

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að knattspyrnumaðurinn Jadon Sancho myndi líta vel út í rauðu en Englendingurinn ungi spilar með Dortmund í Þýskalandi og er eftirsóttur af mörgum stærstu félögum Evrópu.

Þýski stjórinn, sem stýrði Dortmund um árabil, segir hins vegar útilokað að Liverpool muni kaupa leikmanninn í sumar en hann hefur verið sagður eftirsóttur af Liverpool, Manchester United og Chelsea.

Sancho hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í vetur og er Dortmund sagt vilja 100 milljónir punda fyrir leikmanninn. „Hann er mjög áhugaverður leikmaður, hann myndi líta vel út í rauðu. En ef hann kemur til Liverpool verð ég samt mest hissa af öllum,“ sagði Klopp í viðtali við Bild frá heimalandinu.

mbl.is