Stuðningsmenn Liverpool handteknir

Fjölmenni fagnar fyrir utan Anfield í fyrradag.
Fjölmenni fagnar fyrir utan Anfield í fyrradag. AFP

Fjölmargir stuðningsmenn Liverpool hafa verið handteknir síðustu tvo daga vegna brota á smitvarnalögum en lögreglan í Liverpool hefur sagt frá handtökum tíu einstaklinga.

Li­verpool varð Eng­lands­meist­ari í knatt­spyrnu í fyrsta sinn í 30 ár í fyrradag og hafa fjölmargir stuðningsmenn liðsins lagt leið sína að Anfield, heimavelli félagsins, til að fagna áfanganum þrátt fyrir fyrirmæli yfirvalda og forráðamanna félagsins um að halda sig fjarri vegna kórónuveirufaraldursins.

Vissu­lega hef­ur far­ald­ur­inn verið í rén­un í land­inu en eins og borg­ar­yf­ir­völd hafa bent á má lítið út af bregða svo allt fari ekki á versta veg. Stuðnings­menn Li­verpool fögnuðu alla nóttina og langt fram eft­ir morgni en lögreglan hefur þurft að handtaka nokkra sem ekki fór að fyrirmælum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert