United í undanúrslit eftir framlengingu

Harry Maguire skorar sigurmarkið.
Harry Maguire skorar sigurmarkið. AFP

Manchester United er komið í undanúrslit enska bikarsins í fótbolta eftir nauman 2:1-sigur á Norwich í framlengdum leik á Carrow Road. Harry Maguire skoraði sigurmarkið á 118. mínútu. 

Eftir tíðindalítinn fyrri hálfleik skoraði nígerski framherjinn Odion Ighalo fyrsta markið á 51. mínútu er hann afgreiddi boltann í netið af stuttu færi. Norwich gafst ekki upp og Todd Cantwell jafnaði á 75. mínútu með skoti af löngu færi. 

Á 89. mínútu dró til tíðinda. Ighalo var við það að sleppa í gegn þegar Timm Klose í vörn Norwich togaði hann niður. United fékk aukaspyrnu og Klose var rekinn af velli. Í kjölfarið var flautað til leiksloka United var með ellefu menn gegn tíu í framlengingu. 

Eftir stanslausa pressu í tæplega 30 mínútur kom loks sigurmarkið undir lokin er Maguire potaði boltanum inn af stuttu færi eftir að varnarmenn Norwich mistókst að koma boltanum í burtu eftir sendingu Paul Pogba og þar við sat. 

Þrír leikir eru á dagskrá á morgun; Sheffield United og Arsenal eigast við í Sheffield, Leicester fær Chelsea í heimsókn og Newcastle og Manchester City mætast í Newcastle. 

Norwich 1:2 Man. Utd opna loka
120. mín. Leik lokið United getur spilað miklu betur, en þetta hafðist eftir framlengingu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert