Arsenal í undanúrslit eftir mikla dramatík

Dani Ceballos fagnar sigurmarkinu.
Dani Ceballos fagnar sigurmarkinu. AFP

Arsenal er komið í undanúrslit ensku bikarkeppninnar í fótbolta eftir dramatískan 2:1-sigur á Sheffield United á útivelli í dag. Tvö mörk litu dagsins ljós á síðustu þremur mínútum leiksins.

Nicolas Pépé skoraði eina mark fyrri hálfleiks úr vítaspyrnu eftir að Chris Basham braut klaufalega af sér innan teigs. Var staðan 1:0 þar til David McGoldrick jafnaði á 87. mínútu eftir klaufaskap í vörn Arsenal. 

Sheffield fékk nokkur væri til að skora sigurmarkið, en Arsenal nýtti skyndisókn í uppbótartíma og varamaðurinn Dani Ceballos skoraði sigurmarkið með fallegri afgreiðslu úr þröngu færi. 

Arsenal og Manchester United eru því komin í undanúrslit. Síðar í dag mætast annars vegar Leicester og Chelsea og hins vegar Newcastle og Manchester City. 

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Sheffield United 1:2 Arsenal opna loka
90. mín. Dani Ceballos (Arsenal) skorar 1:2 - Dramatík! Sheffield virkaði mun líklegra liðið til að skora en það er Arsenal sem er að skora sigurmark. Ceballos fær boltann í teignum eftir að Nketiah missti hann og Spánverjinn klárar virkilega vel úr þröngu færi.
mbl.is